Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 19. maí 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stóri Sam: City ekki jafn góðir og aldamótalið United
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, sem hefur stýrt sjö úrvalsdeildarliðum á ferlinum auk enska landsliðinu til skamms tíma, telur Englandsmeistara Manchester City ekki vera sterkari heldur en Manchester United var undir stjórn Sir Alex Ferguson í kringum aldamótin.

'92 árgangurinn hjá Rauðu djöflunum gerði frábæra hluti á þeim tíma og vann Meistaradeildina auk ensku úrvalsdeildarinnar og FA bikarsins.

„Fergie vann úrvalsdeildina þrjú ár í röð og vann þrennuna. Ég get verið sammála því að Man City sé mjög nálægt aldamótaliði Man Utd en þeir eru ekki komnir á sama stað," sagði Sam við Talksport.

„Það er auðvelt að gleyma hversu frábærir þeir voru í fortíðinni, hvernig stóru leikirnir voru á þessum tíma og hversu góðir leikmennirnir voru. Ég er heldur ekki viss um að neðri hluti úrvalsdeildarinnar sé jafn sterkur og hann var skömmu eftir aldamót.

„Persónulega held ég að liðin í neðri hlutanum hafi verið mikið sterkari þá heldur en þau eru nú. Ég hef áhyggjur af gæðabilinu sem er að aukast á milli bestu liðanna og neðri hlutans."


Á þessum tíma var Stóri Sam að gera góða hluti hjá Notts County og var svo ráðinn til Bolton þar sem hann starfaði í átta ár.

Hann hefur ekki stýrt liði síðan hann var rekinn frá Everton í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner