Breiðablik fékk ÍBV í heimsókn fyrr í kvöld þar sem úrslitin var óvæntur 0-1 sigur eyjamanna.
„Okkur tókst ekki að skora þrátt fyrir að vera ítrekað í góðum stöðum. Við fengum á okkur slysalegt og ódýrt mark, það réði úrslitum," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks svekktur með úrslit kvöldsins.
„Okkur tókst ekki að skora þrátt fyrir að vera ítrekað í góðum stöðum. Við fengum á okkur slysalegt og ódýrt mark, það réði úrslitum," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks svekktur með úrslit kvöldsins.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 ÍBV
Ásmundur sagði að upplegg ÍBV í leiknum hefði ekki komið sér á óvart en það sem kom honum á óvart var að ÍBV breytti um kerfi og fjölgaði í varnarlínunni. Aðspurður sagðist hann ósáttur með stigasöfnun Blika það sem af er móti.
Næsti leikur Breiðabliks er á móti Val sem gerðu sér lítið fyrir og unnu KR 9-1 í dag. „Sá leikur verður allt öðruvísi en þessi," segir Ásmundur. Breiðablik og Valur eru tvö öflug lið, leikurinn verður á okkar heimavelli og förum við í alla leiki til þess að vinna þá og við nálgumst þann leik þannig."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir