Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   þri 19. júní 2018 10:00
Elvar Geir Magnússon
Gelendzhik
Birkir Már: Ekki hægt að vera hræddur fyrir fótboltaleiki
Icelandair
Birkir eftir leikinn gegn Argentínu.
Birkir eftir leikinn gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var vel útfærður leikur af okkar hálfu, sérstaklega varnarlega. Við gerðum akkúrat það sem við ætluðum að gera. Það er gaman að skoða klippur úr leiknum og sjá hvað við gerðum mikið rétt," segir Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður um Argentínuleikinn.

Í aðdraganda leiksins talaði Birkir um að það væri ekkert að gera hann stressaðan að vera að fara að mæta Lionel Messi, einum besta fótboltamanni sögunnar.

„Maður getur ekki verið hræddur fyrir fótboltaleiki. Þetta er bara áskorun og gaman að mæta þeim bestu. Við sýndum að við getum það alveg á góðum degi."

Viðbrögðin hafa verið rosaleg eftir úrslitin og fjölmargir tjáð sig um þau.

„Það eru margir búnir að hafa samband og maður hefur lesið mikið af fréttum. Það er stútfullt af fréttum um Ísland út um allt. Maður kíkir á fréttirnar heima og svo skoða ég líka fréttirnar frá þeim stöðum sem ég hef búið á. Það er mikið fjallað um Ísland," segir Birkir.

„Þetta var sögulegur leikur og geggjað að fá að taka þátt í honum."

Eiginkona Birkis var meðal áhorfenda á leiknum og móðir hans einnig.

„Konan og mamma voru mætt. Börnin fengu að vera heima. Þær mæta á næsta leik líka. Það er gott að þær ákváðu að mæta," segir Birkir sem tjáði sig svo um komandi leik, viðureignina gegn Nígeríu á föstudag.

„Þetta verður aðeins öðruvísi leikur. Ég býst ekki við svona rólegheitar-spili fyrir utan boxið hjá okkur, það verður meira keyrt á okkur. Nígeríumenn eru beinskeyttari."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner