Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 19. júní 2021 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svíþjóð: Alex lék sinn fyrsta leik fyrir Öster
Alex Þór Hauksson hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann gekk til liðs við sænska félagsins Öster.

Alex gekk til liðsins frá Stjörnunni en hann var á bekknum hjá Öster í fyrstu þremur leikjunum áður en hann meiddist.

Liðið tók á móti Eskilstuna í 11. umferð deildarinnar í dag og Alex byrjaði á bekknum en hann kom inná á 75. mínútu. Leiknum lauk með 2-0 sigri Öster.

Alex nældi sér í gult spjald undir lok leiksins.

Vonandi fer tækifærunum að fjölga hjá Alex. Öster er í 7. sæti deildarinnar með 15 stig.
Athugasemdir
banner