Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   sun 19. júlí 2015 23:26
Tómas Meyer
Kaplakrika
Bjarni Guðjóns: Förum ekki út að ná okkur í varamenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var vinnusigur. Þetta var gott og við erum komnir á þann stað sem við ætluðum okkur," sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari KR eftir 3-1 sigur á FH í Pepsi-deildinni í kvöld.

KR snéri taflinu við eftir að hafa verið undir í hálfleik. „Við lentum undir í baráttunni og vorum lélegir í fyrri hálfleik," sagði Bjarni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 KR

Gary Martin kom inn á sem varamaður í hálfleik og minnti á sig með marki og stoðsendingu.

„Við erum með fullt af góðum leikmönnum og auðvitað eru menn ósáttir við að sitja á bekknum. Það er enginn leikmaður í KR-liðinu, Sindri eða einhver annar, ánægður á bekknum. Við förum ekki út að ná okkur í varamenn."

„Leikmenn sem fara í KR koma til að spila. Breiddin í hópnum skilur oft á milli þeirra sem vinna eitthvað. Hópurinn er ekki risastór hjá okkur en hann er þéttur og góður. Allir leikmenn hjá okkur geta byrjað."


Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði sinn fyrsta leik með KR í Pepsi-deildinni í kvöld.

„Hann er stór og erfiður að eiga við í loftinu, Það er líka þægilegt að finna hann í fætur og skrokkinn. Hann er flinkur þegar boltinn er á jörðinni og getur spilað fótbolta. Hann kemur með nýja vídd fyrir okkur, þegar við liggjum til baka og þurfum að fara hátt og langt."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner