„Þetta var vinnusigur. Þetta var gott og við erum komnir á þann stað sem við ætluðum okkur," sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari KR eftir 3-1 sigur á FH í Pepsi-deildinni í kvöld.
KR snéri taflinu við eftir að hafa verið undir í hálfleik. „Við lentum undir í baráttunni og vorum lélegir í fyrri hálfleik," sagði Bjarni.
KR snéri taflinu við eftir að hafa verið undir í hálfleik. „Við lentum undir í baráttunni og vorum lélegir í fyrri hálfleik," sagði Bjarni.
Lestu um leikinn: FH 1 - 3 KR
Gary Martin kom inn á sem varamaður í hálfleik og minnti á sig með marki og stoðsendingu.
„Við erum með fullt af góðum leikmönnum og auðvitað eru menn ósáttir við að sitja á bekknum. Það er enginn leikmaður í KR-liðinu, Sindri eða einhver annar, ánægður á bekknum. Við förum ekki út að ná okkur í varamenn."
„Leikmenn sem fara í KR koma til að spila. Breiddin í hópnum skilur oft á milli þeirra sem vinna eitthvað. Hópurinn er ekki risastór hjá okkur en hann er þéttur og góður. Allir leikmenn hjá okkur geta byrjað."
Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði sinn fyrsta leik með KR í Pepsi-deildinni í kvöld.
„Hann er stór og erfiður að eiga við í loftinu, Það er líka þægilegt að finna hann í fætur og skrokkinn. Hann er flinkur þegar boltinn er á jörðinni og getur spilað fótbolta. Hann kemur með nýja vídd fyrir okkur, þegar við liggjum til baka og þurfum að fara hátt og langt."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir