Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. júlí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Stóri draumurinn hefur alltaf verið að spila í NWSL"
Andrea er uppalin Bliki. Hér er hún á æfingi hjá Dash.
Andrea er uppalin Bliki. Hér er hún á æfingi hjá Dash.
Mynd: Houston Dash
Hún var í fjögur ár í háskóla í Bandaríkjunum
Hún var í fjögur ár í háskóla í Bandaríkjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hún á að baki tólf A-landsleiki
Hún á að baki tólf A-landsleiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hún er að upplifa drauminn með því að fara í bandarísku NWSL deildina.
Hún er að upplifa drauminn með því að fara í bandarísku NWSL deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir gekk í júní í raðir Houston Dash frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Andrea er 25 ára miðjumaður sem á tólf A-landsleiki að baki.

Dash er í NWSL deildinni í Bandaríkjunum, einni bestu knattspyrnudeild heims. Andrea þekkir til í Bandaríkjunum en hún var í USF háskólanum í Flórída.

Andrea var á láni hjá Le Havre í Frakklandi seinni hluta vetrar. Breiðablik og Dash náðu samkomulagi í vetur um að Andrea myndi spila fyrstu leiki tímabilsins með Blikum en færi svo til Bandaríkjanna.

Fréttaritari hafði samband við Andreu og spurði hana út í félagaskiptin.

Mörg augu á háskólaboltanum
Hvenær kemur áhuginn fyrst upp hjá félaginu og hvernig komst þú á radarinn hjá þeim? Tengist það háskólaboltanum?

„Þetta kom upp fyrir þó nokkru síðan og Breiðablik og Houston komust að samkomulagi fyrir tímabil," sagði Andrea Rán.

Tengist þetta þinni veru í háskólaboltanum?

„Já, að vissu leyti tengist þetta mjög mikið háskólaboltanum. Það eru mörg augu á háskólaboltanum og margar stórstjörnur sem koma þaðan."

Stóri draumurinn
Var þetta eitthvað sem þú hafðir séð fyrir þér í lengri tíma að spila sem atvinnukona í Bandaríkjunum?

„Stóri draumurinn hefur alltaf verið að spila í NWSL. Margar af bestu knattspyrnukonum heims spila í þessari deild og þetta er frábært tækifæri til að læra af þeim bestu."

Miðað við það sem þú hefur heyrt og upplifað, er þetta risastökk frá Íslandi?

„Já, ég myndi segja að þetta væri ágætis stökk frá Íslandi. Þetta er ein af bestu atvinnumannadeildum í heimi en á sama tíma mjög krefjandi og spennandi skref."

Voru aðrir kostir í stöðunni en að fara til Bandaríkjanna?

„Ég er bara ekki viss. En þeir sem standa mér næst vissu það að ef áhugi frá Bandaríkjunum væri valkostur að þá væri það 'no brainer'."

Verður bara að koma í ljós
Verið í landsliðshópunum hjá Steina (Þorsteini Halldórssyni). Hvað þarftu að gera til að vinna þér inn byrjunarliðssæti og helduru að þetta sé skref sem hjálpi í þeim efnum?

„Þetta skref á klárlega eftir að hjálpa mér að komast á næsta level. Það er alltaf heiður að vera valin í landsliðhópinn, hvort að það að fara í Houston Dash skili mér byrjunarlið sæti í landsliðinu eða ekki verður bara að koma í ljós. En að sjálfsögðu mun ég halda áfram að leggja hart að mér og aldrei gefast upp."

Hver einasta æfing er tækifæri
Kemuru beint inn í eitthvað ákveðið hlutverk hjá Houston?

„Ekkert endilega eitt ákveðið hlutverk. Hver einasta æfing er tækifæri til þess að verða betri og það er mikil jákvæð samkeppni. Þjálfarinn leggur mikið upp með að hafa góða liðsheild. Ég tek það hlutverk sem ég fæ, aðalatriðið er að safna stigum af því það er það sem endurspeglar liðið í enda dagsins."

Lið sem er á hraðri uppleið
Houston Dash er í 3. sæti af tíu liðum þegar flest lið eru búin með tíu leiki. Sex lið fara í úrslitakeppni eftir að deildarkeppninni er lokið.

Hver er stefna félagsins? Er horft í sæti í úrslitakeppni?

„Houston Dash er frekar nýtt lið miðað við hin liðin í deildinni en hafa verið á hraðri uppleið, gerði góða hluti síðasta sumar og vann Challenge Cup. Þannig ég efast ekki um annað en að stefnan sé sett á úrslitakeppnina. Þetta er mjög jöfn og skemmtileg deild."

Menningin heillar
Gætiru séð þig búa í Bandaríkjunum eftir ferilinn? Heillar bandarísk menning þig?

„Já, bandarísk menning heillar mig og mér líður vel í Bandaríkjunum. Þessi fjögur ár sem ég var í skóla hérna sýndu mér að ég get vel hugsað mér að vera hér í framtíðinni," sagði Andra að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner