Sádi-arabíska félagið Al-Ittihad hafnaði í gær munnlegu tilboði West Ham United í franska miðjumanninn N'Golo Kanté en þetta segir David Ornstein hjá Athletic.
Guardian greindi frá því í gær að West Ham væri í viðræðum við Al-Ittihad um kaup á Kanté.
Þessi 33 ára gamli leikmaður er opinn fyrir þeirri hugmynd að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina eftir eitt ár í Sádi-Arabíu en Al-Ittihad ætlar ekki að láta hann frá sér á tombóluverði.
Ornstein hjá Athletic segir að Al-Ittihad hafi hafnað 15 milljóna punda munnlegu tilboði West Ham.
Al-Ittihad vill ekki láta Kanté frá sér og mun ekki einu sinni íhuga tilboð undir 25 milljónum punda.
Þó Kanté sé opinn fyrir því að snúa aftur til Englands er hann sagður ánægður hjá Al-Ittihad og þá treystir félagið á hann fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir