Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 19. júlí 2024 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Eyjakonur unnu þriðja leikinn í röð
Olga Sevcova skoraði fyrsta mark ÍBV
Olga Sevcova skoraði fyrsta mark ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
ÍBV 3 - 0 ÍR
1-0 Olga Sevcova ('27 )
2-0 Natalie Viggiano ('38 )
3-0 Viktorija Zaicikova ('53 )
Lestu um leikinn

ÍBV vann þriðja deildarleikinn í röð í Lengjudeildinni er ÍR heimsótti liðið á Hásteinsvöll í dag.

Eyjakonur hafa verið á fljúgandi siglingu í síðustu leikjum og ætla að blanda sér í toppbaráttuna.

Olga Sevcova kom ÍBV í forystu á 27. mínútu. Helena Hekla Hlynsdóttir sendi Natalie Viggiano í gegn. Hún kom síðan með sendingu fyrir á Olgu sem kom boltanum í netið.

Natalie tvöfaldaði forystuna með góðui skallamarki eftir fyrirgjöf Selmu Bjartar Sigursveinsdóttur aðeins ellefu mínútum eftir fyrsta markið.

Eyjakonur voru með algera yfirburði seinni hluta fyrri hálfleiksins og hefðu getað skorað fleiri, en áhorfendur þurftu að bíða aðeins lengur eftir þriðja markinu.

Það gerði Viktorija Zaicikova á 53. mínútu. Olga sendi boltann á Selmu sem kom með þessa laglegu fyrirgjöf á Viktoriju og náði hún að setja boltann í netið úr þröngu færi.

Heimakonur náðu að sigla þessum sigri örugglega heim og er liðið nú í 4. sæti með 16 stig á meðan ÍR er á fram á botninum með aðeins 4 stig.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 18 13 1 4 62 - 35 +27 40
2.    Fram 18 10 4 4 42 - 24 +18 34
3.    Grótta 18 10 4 4 28 - 23 +5 34
4.    HK 18 9 3 6 42 - 29 +13 30
5.    ÍA 18 8 2 8 27 - 31 -4 26
6.    ÍBV 18 8 1 9 29 - 32 -3 25
7.    Afturelding 18 6 4 8 24 - 30 -6 22
8.    Grindavík 18 6 3 9 24 - 26 -2 21
9.    Selfoss 18 3 6 9 18 - 29 -11 15
10.    ÍR 18 2 2 14 18 - 55 -37 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner