Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 19. september 2020 09:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hólmar Örn aftur til Rosenborg (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson er genginn í raðir Rosenborg á nýjan leik eftir að hafa leikið með búlgarska félaginu Levski Sofia á undanförnum árum.

Sauðkrækingurinn lék með Rosenborg á árunum 2014-2017 og hélt í kjölfarið til Haifa þar sem hann lék með Maccabi í hálft ár.

Landsliðsmiðvörðurinn kemur á frjálsi sölu til Rosenborg og skrifar undir þriggja ára samning.

Hólmar lék á dögunum sinn tólfta A-landsleik þegar hann lék allan leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni.


Athugasemdir
banner
banner