Það hefur verið mikið rætt og ritað um ákvörðun Arsenal að fjárfesta í markverðinum David Raya frá Brentford. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, útskýrir sína sjón á markmannshlutverkinu í nútímafótbolta.
Raya er hágæðamarkvörður sem mun berjast við Aaron Ramsdale, annan hágæðamarkvörð, um byrjunarliðstreyju Arsenal.
„Ég hef ekki heyrt neinn spyrja hvers vegna Gabriel Jesus hefur ekki verið að byrja leiki. Hann hefur unnið fleiri titla en allir aðrir í þessum búningsklefa, að mér meðtöldum. Enginn spyr hvers vegna Fabio Vieira hefur ekki byrjað. Af hverju ætti þetta að vera öðruvísi með markmenn? " spyr Arteta. „Ég vil að Aaron bregðist við nákvæmlega eins og Gabriel Jesus, Kai Havertz eða Takehiro Tomiyasu. Við erum með 11 leikmenn í byrjunarliðinu, ekki 10 plús einn."
Arteta segist vilja geta skipt um markvörð í miðjum leik, vegna þess að Raya og Ramsdale búa yfir mismunandi eiginleikum sem geta hentað misvel eftir aðstæðum hverju sinni.
„Ég er mjög ungur knattspyrnustjóri, ég hef bara verið í þessu starfi í þrjú og hálft ár. Það er ekki margt sem ég sé eftir en eitt af því er að hafa ekki fylgt innsæinu mínu í tveimur leikjum sem áttu sér stað nýlega. Það var á 60. mínútu og 85. mínútu í tveimur leikjum sem mig langaði að skipta um markvörð en ég gerði það ekki því ég var ekki nógu hugrakkur til þess. Ég tók sóknarleikmann útaf í staðinn og bætti varnarmanni við til að reyna að halda í forystu en við enduðum á að gera jafntefli í báðum leikjunum og ég var mjög svekktur," hélt Arteta áfram og vísaði meðal annars til 2-2 jafnteflis gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
„Það verður einhver að vera fyrstur til að byrja að skipta um markmenn í miðjum leik. Ég vil að þið útskýrið fyrir mér hvers vegna þetta er ekki sniðug hugmynd þó að ykkur kunni að finnast hún vera sérkennileg. Ef þú ert með tvo markmenn með mismunandi eiginleika, af hverju ekki skipta á þeim í miðjum leik til að breyta gangi mála eins og maður gerir með leikmenn í öðrum stöðum á vellinum?"
Arsenal er komið með 13 stig eftir fimm fyrstu umferðirnar á nýju úrvalsdeildartímabili, tveimur stigum eftir toppliði og ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Man City | 35 | 19 | 7 | 9 | 67 | 43 | +24 | 64 |
4 | Newcastle | 35 | 19 | 6 | 10 | 66 | 45 | +21 | 63 |
5 | Chelsea | 35 | 18 | 9 | 8 | 62 | 41 | +21 | 63 |
6 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
7 | Aston Villa | 35 | 17 | 9 | 9 | 55 | 49 | +6 | 60 |
8 | Bournemouth | 35 | 14 | 11 | 10 | 55 | 42 | +13 | 53 |
9 | Brentford | 35 | 15 | 7 | 13 | 62 | 53 | +9 | 52 |
10 | Brighton | 35 | 13 | 13 | 9 | 57 | 56 | +1 | 52 |
11 | Fulham | 35 | 14 | 9 | 12 | 50 | 47 | +3 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Wolves | 35 | 12 | 5 | 18 | 51 | 62 | -11 | 41 |
14 | Everton | 35 | 8 | 15 | 12 | 36 | 43 | -7 | 39 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 35 | 4 | 10 | 21 | 35 | 76 | -41 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 35 | 2 | 5 | 28 | 25 | 82 | -57 | 11 |