Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fim 19. september 2024 22:40
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður með frammistöðuna í dag, mér fannst við vera mjög öflugir varnarlega. Við stoppuðum flestar þeirra sóknir og gerðum það vel."  Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir að liðið hans sigraði Fjölni 3-1 í fyrri leiknum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

„Það var mikil trú, mikil liðsheild hjá okkur. Það var það sem skilaði þessu við kláruðum þetta, og frábært að fá mark í lokin. Fyrst og fremst þá vil ég þakka stuðningsmönnum fyrir, þetta var geggjaður stuðningur hérna á heimavelli í kvöld. Að spila undir flóðljósunum, á blautum velli, þetta var ótrúleg stemning og geggjað kvöld. Við þurfum bara að fá það sama á mánudaginn, fá sömu orku frá strákunum og sömu stemningu í stúkuna og klára dæmið. Það er bara hálfleikur, það er nóg eftir og við þurfum að vera klárir á mánudaginn því það verður hörku leikur í Grafarvoginum."

Seinni leikurinn í þessum undanúrslitum verður spilaður næstkomandi mánudag klukkan 15:45. 

„Ég hvet bara alla Mosfellinga að mæta á völlinn og ef menn þurfa að taka á sig að fara fyrr úr vinnu eða jafnvel skrópa í skóla. Ég er nú ekki almennt að því að hvetja fólk að skrópa í skólanum en ef það er einhvertíman sem þú skrópar í skólanum þá er það þarna. Fólk á að mæta á völlinn og hjálpa okkur í baráttunni."

Elmar Kári fékk gult spjald í fyrri hálfleik og var því á leiðinni í bann í úrslitaleiknum skyldi Afturelding komast þangað. Þetta er vegna skringilegra reglna hjá KSÍ en Elmar fékk sitt annað gula spjald eftir leikinn sem þýðir að hann mun þá taka út sitt bann í komandi leik á mánudaginn.

„Það er eitthvað brot þarna undir lokin, sem hann fær síðan spjald fyrir eftir leik. Ég vil bara hrósa Elmari Kára fyrir geggjaðan leik, hann skorar geggjað mark, á stóran þátt í því að fá vítaspyrnu í lokin. Þó að hún hafi ekki farið eins og við vildum fara þá á hann það skuldlaust með Sævari hvernig þeir bjuggu það til. Mér fannst hann spila frábærlega, sérstaklega í seinni hálfleik vitandi það að hann var búinn að fá þetta spjald að ná að stilla hausinn og ná að setja einbeitingu á verkefnið. Mér finnst það frábærlega gert hjá honum. Ég er hrikalega ánægður með hann í dag eins og allt liðið."

Magnús vill ekki meina að seinna gula spjaldið hafi verið viljandi svo Elmar myndi ekki vera í banni í úrslitaleiknum.

„Nei hann fær bara spjald þarna í lokin. Hann metur það þannig, Þórður að þetta hafi verið spjald, þetta var eitthvað klafs þarna í lokin og þá er það bara þannig. Tvö gul og rautt og hann er þá í banni í næsta leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner