Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
banner
   fim 19. september 2024 22:40
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ánægður með frammistöðuna í dag, mér fannst við vera mjög öflugir varnarlega. Við stoppuðum flestar þeirra sóknir og gerðum það vel."  Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir að liðið hans sigraði Fjölni 3-1 í fyrri leiknum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

„Það var mikil trú, mikil liðsheild hjá okkur. Það var það sem skilaði þessu við kláruðum þetta, og frábært að fá mark í lokin. Fyrst og fremst þá vil ég þakka stuðningsmönnum fyrir, þetta var geggjaður stuðningur hérna á heimavelli í kvöld. Að spila undir flóðljósunum, á blautum velli, þetta var ótrúleg stemning og geggjað kvöld. Við þurfum bara að fá það sama á mánudaginn, fá sömu orku frá strákunum og sömu stemningu í stúkuna og klára dæmið. Það er bara hálfleikur, það er nóg eftir og við þurfum að vera klárir á mánudaginn því það verður hörku leikur í Grafarvoginum."

Seinni leikurinn í þessum undanúrslitum verður spilaður næstkomandi mánudag klukkan 15:45. 

„Ég hvet bara alla Mosfellinga að mæta á völlinn og ef menn þurfa að taka á sig að fara fyrr úr vinnu eða jafnvel skrópa í skóla. Ég er nú ekki almennt að því að hvetja fólk að skrópa í skólanum en ef það er einhvertíman sem þú skrópar í skólanum þá er það þarna. Fólk á að mæta á völlinn og hjálpa okkur í baráttunni."

Elmar Kári fékk gult spjald í fyrri hálfleik og var því á leiðinni í bann í úrslitaleiknum skyldi Afturelding komast þangað. Þetta er vegna skringilegra reglna hjá KSÍ en Elmar fékk sitt annað gula spjald eftir leikinn sem þýðir að hann mun þá taka út sitt bann í komandi leik á mánudaginn.

„Það er eitthvað brot þarna undir lokin, sem hann fær síðan spjald fyrir eftir leik. Ég vil bara hrósa Elmari Kára fyrir geggjaðan leik, hann skorar geggjað mark, á stóran þátt í því að fá vítaspyrnu í lokin. Þó að hún hafi ekki farið eins og við vildum fara þá á hann það skuldlaust með Sævari hvernig þeir bjuggu það til. Mér fannst hann spila frábærlega, sérstaklega í seinni hálfleik vitandi það að hann var búinn að fá þetta spjald að ná að stilla hausinn og ná að setja einbeitingu á verkefnið. Mér finnst það frábærlega gert hjá honum. Ég er hrikalega ánægður með hann í dag eins og allt liðið."

Magnús vill ekki meina að seinna gula spjaldið hafi verið viljandi svo Elmar myndi ekki vera í banni í úrslitaleiknum.

„Nei hann fær bara spjald þarna í lokin. Hann metur það þannig, Þórður að þetta hafi verið spjald, þetta var eitthvað klafs þarna í lokin og þá er það bara þannig. Tvö gul og rautt og hann er þá í banni í næsta leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner