Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. október 2021 13:10
Elvar Geir Magnússon
Gera allt til að hjálpa Havertz að komast á skrið
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, tekur undir það að Kai Havertz hafi ekki staðið undir væntingum í upphafi þessa tímabils. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en hefur ekki komist á flug á þessu tímabili.

„Það er staðreynd að hann vill gera betur og gerir allt til að koma sér aftur á skrið, við gerum allt til að hjálpa honum. Hann er mikilvægur leikmaður í hópnum," segir Tuchel.

Havertz hefur verið á bekknum í síðustu deildarleikjum.

„Hann var öflugur á undirbúningstímabilinu og hann er enn sami leikmaðurinn en hann þarf að skila betri tölfræði í færasköpun og stoðsendingum. Hann þarf að berjast fyrir því að koma sér aftur í liðið og fá fleiri mínútur."

„Við leggjum okkar traust á hann og við höfum trú á honum. Afgangurinn þarf að koma frá honum sjálfum og hann er meðvitaður um það. Hann er í góðu standi og er með öflugt hugarfar, hann veit fyrir hverju hann er að berjast."
Athugasemdir
banner
banner