Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. október 2021 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp var ekki sáttur með Simeone í leikslok
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki sáttur með kollega sinn hjá Atletico Madrid í leikslok þegar liðin áttust við í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leikurinn í Madríd var rosalegur. Liverpool tók 2-0 forystu, en Atletico jafnaði í 2-2 fyrir leikhlé. Antoine Griezmann var rekinn af velli snemma í seinni hálfleiknum og Mohamed Salah kom Liverpool aftur yfir úr vítaspyrnu.

Leikmenn Atletico héldu að þeir væru að fá vítaspyrnu undir lokin. Dómarinn benti á punktinn þegar Jose Gimenez féll í teignum, en eftir VAR-skoðun var dómnum breytt.

Hægt er að lesa frétt um málið með því að smella hérna.

Simeone var fúll eftir leik og fór á harðaspretti inn í klefa. Hann tók ekki í höndina á Klopp og var sá þýski ekki sáttur með það.

„Við kunnum ekki vel við þetta. Ég vildi taka í höndina á honum. Það verður handaband næst. Þetta er ekkert stórmál. Hann var augljóslega reiður með úrslitin," sagði Klopp eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner