Íslenska karlalandsliðið mætir Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins í Riga klukkan 14:00 í dag.
Liðið á möguleika á að vinna mótið en Ísland er gestaþjóðin að þessu sinni.
Ísland vann Litháen á leið sinni í úrslitaleikinn á meðan Lettar unnu Eista.
Leikurinn er spilaður á Daugava-leikvanginum í Riga.
Ísland og Lettland hafa mæst 6 sinnum áður í A landsliðum karla. Ísland hefur unnið tvo leiki, Lettland tvo, tvisvar hafa liðin skilið jöfn, og markatalan í leikjunum er jöfn, 11-11.
Leikur dagsins:
14:00 Lettland-Ísland (Daugava Stadium)
Athugasemdir