Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 19. desember 2020 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Tottenham fokillur út í Kane
Harry Kane fagnar marki.
Harry Kane fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Jamie O'Hara, fyrrum miðjumaður Tottenham, hefur gagnrýnt Harry Kane, sóknarmann Spurs, harðlega.

Kane hefur fengið að heyra það á samfélagsmiðlum fyrir að stíga inn í andstæðinga er þeir hoppa upp. Kane beygir sig svo þannig að andstæðingurinn falli til jarðar á hættulegan máta.

Sjá einnig:
„Hvernig kemst hann upp með þetta í hverjum leik?"

O'Hara segir að Kane geti stórslaðan einhvern ef hann heldur þessu áfram.

„Ef hann myndi gera þetta við mig, þá yrði ég algjörlega brjálaður. Ég myndi vilja slást við hann," sagði O'Hara á Talksport. „Það á annað hvort að spjalda hann eða reka hann út af fyrir þetta."

„Ég elska Harry Kane og ég er stuðningsmaður Tottenham... en hann gætti meitt einhvern alvarlega. Hann gæti hálsbrotið mótherja sinn eða handleggsbrotið. Hann þarf að eyða þessu úr sínum leik."



Athugasemdir
banner