Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 20. janúar 2023 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Noni Madueke til Chelsea (Staðfest)
Mynd: Chelsea
Noni Madueke er nú formlega genginn í raðir Chelsea frá PSV Eindhoven.

Madueke, sem er tvítugur, er sjötti leikmaðurinn sem Chelsea fær í þessum glugga á eftir Mykhailo Mudryk, Joao Felix, Benoit Badiashile, Andrey Santos og David Datro Fofana.

Chelsea náði samkomulagi við PSV í gær um kaup á Madueke en í dag tilkynnti félagið leikmanninn og kemur hann til með að kosta um 30 milljónir punda.

Madueke er uppalinn hjá Crystal Palace og Tottenham en fór til PSV fyrir þremur árum og hefur verið að tæta í sig hollensku deildina.

Samningur Madueke við Chelsea er til 2030 með möguleika á að framlengja um annað ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner