Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. janúar 2023 14:42
Elvar Geir Magnússon
Trossard verður löglegur fyrir leik Arsenal gegn Man Utd
Trossard í landsleik með Belgíu.
Trossard í landsleik með Belgíu.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur gengið frá kaupum á Leandro Trossard frá Brighton en kaupverðið gæti farið upp í 27 milljónir punda.

Mikel Arteta fær þennan 28 ára belgíska landsliðsmann til að styrkja möguleika sína sóknarlega í baráttunni um enska meistaratitilinn. Arsenal staðgreiðir 20 milljónir punda en upphæðin getur svo hækkað eftir ákvæðum.

Trossard tvöfaldast í launum með skiptunum og fær um 90 þúsund pund í vikulaun samkvæmt Daily Mail.

Trossard hefur verið að æfa einn hjá Brighton eftir samskiptaörðugleika milli hans og stjórans Roberto De Zerbi. Samningur hans við Brighton hefði runnið út í sumar en félagið var með ákvæði um framlengingu um eitt ár.

Trossard var ekki í leikmannahópi Brighton sem vann 3-0 sigur gegn Liverpool um síðustu helgi, hann hefur ekki farið leynt með það að hann vildi yfirgefa félagið.

Arsenal skráði Trossard fyrir hádegi í dag og hann gæti því verið í leikmannahópnum sem mætir Manchester United í stórleik á sunnudaginn. Bara er beðið eftir því að Arsenal staðfesti kaupin.
Athugasemdir
banner
banner
banner