Phil Foden, leikmaður Man City, átti stórleik í 6-0 sigri liðsins gegn Ipswich í gær en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.
Erling Haaland skrifaði undir tíu ára samning við félagið á dögunum og fagnaði því með marki í gær. Pep Guardiola sagði eftir leikinn að Foden ætti að gera slíkt hið sama.
Erling Haaland skrifaði undir tíu ára samning við félagið á dögunum og fagnaði því með marki í gær. Pep Guardiola sagði eftir leikinn að Foden ætti að gera slíkt hið sama.
„Hann ætti ekki að fara. Hann getur klárað ferilinn sinn hérna og spilað í mörg mörg ár. Það er magnað hvað hann er með mörg mörk, spilað marga leiki, margar stoðsendingar og vinnusemi miðað við aldur," sagði Guardiola.
„Stærsti eiginleikinn er í kringum teigin, hann er með mörk í blóðinu, beinunum og huganum. Hann hugsar alltaf, ðég mun skora'. Það er ekki auðvelt að finna svona, þess vegna vil ég hafa hann á miðjum vellinum því hann er með ákveðna eiginleika."
Foden, eins og margir leikmenn Man City, voru ekki að finna sig í upphafi tímabilsins.
„Við höfum rætt mikið saman undanfarna mánuði. Hann var allt annar maður í upphafi tímabilsins, með nokkur vandamál því þeir eru allir mennskir og það er eðlilegt að það sé bakslag á löngum ferli," sagði Guardiola.
„Við erum mjög ánægð að hann sé ánægður aftur og njóti þess að spila."
Athugasemdir