Ibrahima Konate staðfesti að Liverpool hafi boðið honum nýjan samning en núgildandi samningur hans rennur út eftir eitt og hálft ár.
Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig hvort hann væri nálægt því að skrifa undir hann.
Konate snéri aftur í lið Liverpool eftir meiðsli gegn Man Utd þann 5. janúar en hann viðurkenndi að hann hafi ekki verið orðinn heill þá.
„Planið var að æfa þessa viku en þegar ég sá að Joe Gomez væri meiddur hugsaði ég: 'Ég verð að koma mjög fljótt til baka' og ekki hugsa um hnéið," sagði Konate.
„Ég fann fyrir smá verkjum í fyrsta leiknum en það varð betra með hverjum deginum. Þetta var nógu gott fyrir mig til að spila, sjúkraþjálfarnir hafa gert mjög vel til að koma mér á góðan stað."
Athugasemdir