Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. febrúar 2021 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Þriðja tap Brentford í röð
Mynd: Getty Images
Leikjum dagsins í ensku Championship deildinni er lokið og tapaði Brentford þriðja leiknum í röð.

Brentford heimsótti Coventry og tapaði 2-0 en situr þrátt fyrir það enn í öðru sæti, jafnt Watford á stigum og einu stigi fyrir ofan Swansea sem tapaði í dag.

Svanirnir steinlágu gegn Huddersfield en þeir eru þó í frábærri stöðu í toppbaráttunni þar sem þeir eiga tvo leiki til góða á næstu lið.

Cardiff er á fleygiferð og vann enn einn leikinn er Preston North End kíkti í heimsókn. Næstu lið fyrir ofan töpuðu sínum leikjum, Reading tapaði fyrir Middlesbrough á meðan Bournemouth tókst ekki að sækja stig gegn QPR.

Aðeins einn Íslendingur er í Championship deildinni og kom hann við sögu í dag. Jón Daði Böðvarsson fékk að spila síðustu mínúturnar í markalausu jafntefli Millwall gegn botnliði Wycombe.

Millwall er um miðja deild, sjö stigum frá umspilsbaráttunni.

Bristol City 0 - 1 Barnsley
0-1 Carlton Morris ('67 )

Cardiff City 4 - 0 Preston NE
1-0 Kieffer Moore ('2 , penalty goal)
2-0 Josh Murphy ('46 )
3-0 Marlon Pack ('71 )
4-0 Mark Harris ('77 )

Coventry 2 - 0 Brentford
1-0 Tyler Walker ('19 , penalty goal)
2-0 Tyler Walker ('55 )

Huddersfield 4 - 1 Swansea
1-0 Fraizer Campbell ('22 )
1-1 Conor Hourihane ('45 )
2-1 Lewis OBrien ('49 )
3-1 Duane Holmes ('52 )
4-1 Duane Holmes ('55 )

Millwall 0 - 0 Wycombe Wanderers

Norwich 1 - 0 Rotherham
1-0 Teemu Pukki ('17 )

Nott. Forest 1 - 0 Blackburn
1-0 Alexander Mighten ('26 )

QPR 2 - 1 Bournemouth
1-0 Stefan Johansen ('58 )
1-1 Shane Long ('69 )
2-1 Todd Kane ('83 )

Reading 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Ashley Fletcher ('22 )
0-2 Marc Bola ('29 )

Sheffield Wed 0 - 1 Birmingham
0-1 Scott Hogan ('63 )
Rautt spjald: Liam Shaw, Sheffield Wed ('50)

Stoke City 3 - 0 Luton
1-0 Nick Powell ('21 )
2-0 Nick Powell ('63 )
3-0 Steven Fletcher ('78 )
Athugasemdir
banner
banner