lau 20. febrúar 2021 05:55
Victor Pálsson
Ísland í dag - FH mætir Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Íslenska undirbúningstímabilið heldur áfram á fullu í dag en Lengjubikar karla verður spiluð um alla helgi.

Nokkrir áhugaverðir leikir eru á dagskrá og má nefna leik FH og Víkings R. sem fer fram klukkan 11:00.

Á sama tíma spilar lið KR við Fram á KR-velli en KR gerði einmitt jafntefli við Víkinga í fyrstu umferð keppninnar.

Fram vann hins vegar lið Þórsara í fyrstu umferð 3-2 og mun freista þess að halda toppsætinu með sigri.

Alls munu fjórtán leikir verða leiknir víðsvegar um landið en dagskrána í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan.

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
11:30 HK-Afturelding (Kórinn)
16:00 Víkingur Ó.-KA (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
11:00 FH-Víkingur R. (Skessan)
11:00 KR-Fram (KR-völlur)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
12:00 Keflavík-Vestri (Reykjaneshöllin)
14:00 Selfoss-Grótta (JÁVERK-völlurinn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
13:00 Leiknir R.-ÍBV (Domusnovavöllurinn)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
14:00 Elliði-Þróttur V. (Fylkisvöllur)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
16:00 KFG-Víðir (Samsungvöllurinn)
16:15 ÍR-Sindri (Egilshöll)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 3
14:00 Tindastóll-Magni (Sauðárkróksvöllur)
16:00 Augnablik-KF (Fagrilundur - gervigras)

Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
14:00 Leiknir F.-Einherji (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Dalvík/Reynir-Völsungur (Dalvíkurvöllur)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner