Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. febrúar 2023 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn skráðir í Kórdrengi sem önnur félög gætu horft til
Andri Þór lék á sínum tíma ellefu unglingalandsleiki.
Andri Þór lék á sínum tíma ellefu unglingalandsleiki.
Mynd: Hulda Margrét
Þórir hefur skorað sextán mörk fyrir Kórdrengi frá því hann kom tímabilið 2020.
Þórir hefur skorað sextán mörk fyrir Kórdrengi frá því hann kom tímabilið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardag tilkynnti KSÍ að Kórdrengir myndu ekki taka þátt í mótum sumarsins; Íslandsmótinu og Mjólkurbikarnum.

Margir leikmenn hafa yfirgefið Kórdrengi í vetur en hér er listi yfir þá leikmenn sem eru skráðir í félagið. Fyrr í vetur var fjallað um að fjórir leikmenn væru samningsbundnir félaginu en svo fækkaði um einn þegar Axel Freyr Harðarsson samdi við Fjölni.

Skráðir í Kórdrengi og spiluðu í deild 2020-22:
Andri Þór Grétarsson (1998) - Markvörður - Meiddist illa í upphafi móts 2021
Gísli Páll Helgason (1990) - Hægri bakvörður - Ekkert spilað síðan 2020
Guðmann Þórisson (1987) - Miðvörður - Lykilmaður í fyrra
Gunnar Wigelund (1989) - Sóknarmaður - Ekkert spilað síðan 2020
Ingvar Þór Kale (1983) - Markvörður - Tók síðast heilt tímabil 2019
Leonard Sigurðsson (1996) - Miðjumaður - Samningsbundinn út komandi tímabil
Nathan Dale (1999) - Miðvörður - Lék átján deildarleiki í fyrra
Þórir Rafn Þórisson (2001) - Sóknarmaður - Samningsbundinn út komandi tímabil

Einhverjir af þessum gætu verið búnir að reima skóna fasta við hilluna, en mögulega skipta um skoðun ef símtalið kemur.

Farnir í vetur
Axel Freyr Harðarson í Fjölni
Arnleifur Hjörleifsson í ÍA
Bjarki Björn Gunnarsson í Víking (var á láni)
Daði Freyr Arnarsson í FH (var á láni)
Daði Bergsson í SR
Fatai Gbadamosi í Vestra
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson í Keflavík
Hákon Ingi Einarsson í ÍA
Ious Villar til Spánar
Kristján Atli Marteinsson í Þór
Kristófer Jacobson Reyes í Ægi
Loic Cédric Mbang Ondo í Vestra
Marinó Hilmar Ásgeirsson í Kára
Morten Ohlsen Hansen í Vestra
Óskar Atli Magnússon í Njarðvík (var á láni frá FH)
Óskar Sigþórsson í ÍH
Sindri Snær Vilhjálmsson í FH
Sverrir Páll Hjaltested í ÍBV (var á láni frá Val)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner