Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dwight Gayle hjálpar Derby í toppbaráttunni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Derby County er búið að krækja í framherjann knáa Dwight Gayle á frjálsri sölu. Félagið fær undanþágu til að semja við hann utan félagsskiptaglugga.

James Collins, framherji Derby, varð fyrir slæmum meiðslum á dögunum og því þurfi félagið að krækja sér í nýjan leikmann. Gayle var nýlega orðinn samningslaus eftir að hafa rift samningi sínum við Stoke City í febrúar.

Gayle er 34 ára gamall og lék í ensku úrvalsdeildinni þar til fyrir tveimur árum, þegar hann skipti yfir til Stoke City í Championship deildinni. Framherjinn fann ekki taktinn í næstefstu deild og ákvað að lokum að róa á önnur mið í leit að meiri spiltíma.

Hrútarnir eru í toppbaráttu í League One, sem er þriðja efsta deildin í enska deildakerfinu, og þurfa nauðsynlega að semja við nýjan framherja eftir meiðsli Collins.

Gayle er gríðarlega reynslumikill fótboltamaður sem hefur skorað 106 mörk í 338 keppnisleikjum, þar af 26 mörk í 145 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Gayle lék meðal annars fyrir Newcastle United, Crystal Palace og West Bromwich Albion áður en hann skipti til Stoke City.

Samningur Gayle við Derby gildir út tímabilið og er hann fenginn eftir misheppnaðar tilraunir til að kaupa framherja í janúar, en félagið er undir ströngu eftirliti hjá stjórn ensku neðrideildanna eftir að hafa komið úr gjaldþroti fyrir aðeins tveimur árum síðan.

Þess vegna reyndist erfitt fyrir Hrútana að krækja í leikmann í janúar en Gayle gæti verið fullkominn kostur fyrir toppbaráttuna.

Þessar fregnir berast skömmu eftir að Derby seldi Max Bird til Bristol City fyrir óuppgefna upphæð og fá hann lánaðan aftur til sín út leiktíðina. Bird mun því klára tímabilið í toppbaráttu League One deildarinnar áður en hann flytur til Bristol.

Derby er í öðru sæti League One deildarinnar og er búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner