Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 21:30
Brynjar Ingi Erluson
England: Erfið fæðing hjá Man City en hún tókst
Erling Braut Haaland skoraði sigurmarkið
Erling Braut Haaland skoraði sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City 1 - 0 Brentford
1-0 Erling Haland ('71 )

Englandsmeistarar Manchester City unnu nauman 1-0 sigur á Brentford í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum í kvöld.

Gestirnir í Brentford byrjuðu leikinn ekkert frábærlega en unnu sig inn í hann eftir fyrstu fimmtán mínúturnar og sköpuðu sér tvö ágætis færi. Frank Onyeka fór illa með gott færi þegar hann komst inn á móti Ederson og þá átti Ivan Toney alls ekki svo galið skot eftir aukaspyrnu.

Heimamenn komu sterkari inn. Bernardo Silva fékk gullið tækifæri að skora eftir fyrirgjöf Kyle Walker og þá bjargaði Mark Flekken og Ben Mee ótrúlega. Flekken varði frá Manuel Akanji og Ruben DIas áður en Mee bjargaði á línu eftir tilraun Oscar Bobb.

Liðin skiptust á færum áður en flautað var til hálfleiks og virtist Pep Guardiola heldur pirraður þegar gengið var til búningsherbergja.

Brentford hafði gert vel að halda hreinu en það breyttist á 71. mínútu og voru það einstaklingsmistök sem kostuðu gestina. Rodri kom boltanum á miðsvæðið á Julian Alvarez sem framlengdi hann á Erling Braut Haaland. Landi hans í vörn Brentford, Kristoffer Ajer, rann til og gat því Haaland keyrt í gegn og lagt boltann örugglega framhjá Flekken í markinu.

Níu mínútum síðar kom Haaland boltanum aftur í netið með skalla en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Man City gat bætt við öðru marki undir lok leiks er Phil Foden átti fínustu tilraun en Flekken varði það meistaralega.

Lokatölur 1-0 fyrir Man City. Heimamenn fengu slatta af færum en þurftu smá heppni til að loka þessu í kvöld. Liðið er nú í öðru sæti með 56 stig, einu stigi á eftir toppliði Liverpool á meðan Brentford er í 14. sæti með 25 stig.
Athugasemdir
banner