Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það næsta sem England kemst því að eiga Ballon d'Or sigurvegara"
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester City og Brentford eigast við í áhugaverðum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Thomas Frank, stjóri Brentford, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og hrósaði þar Phil Foden sérstaklega.

Foden er einn mikilvægasti leikmaður í liði City en hann fór illa með Brentford þegar liðin áttust við fyrir stuttu síðan. Hann skoraði þrennu í þeim leik.

„Phil Foden er mjög góður leikmaður," sagði Frank á fréttamannafundinum.

„Að mínu mati er hann það næsta sem England kemst því að eiga Ballon d'Or sigurvegara í framtíðinni. Hann getur verið það góður. Hann hefur áhrif á leikinn á marga vegu."

Ballon d'Or verðlaunin eru veitt besta leikmanni í heimi ár hvert.

Leikur Man City og Brentford verður flautaður á klukkan 19:30 í kvöld en City getur farið upp fyrir Arsenal í öðru sæti deildarinnar með sigri í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner