Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 20. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leiknir gerir nýjan samning við markvörð sinn
Öryggið var sett á oddinn áður en samkomulag var handsalað.
Öryggið var sett á oddinn áður en samkomulag var handsalað.
Mynd: Leiknir
Markvörður Leiknis í Breiðholti, Viktor Freyr Sigurðsson, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið út 2022.

„Þessi 19 ára spennandi leikmaður gekk upp úr 2. flokki í haust og hefur varið mark Leiknis í vetur," segir á heimasíðu Leiknis.

„Það er mikið gleðiefni að tryggja áframhaldandi veru þessa toppdrengs í Stolti Breiðholts."

Viktor hefur verið aðalmarkvörður Leiknis í vetur en Eyjólfur Tómasson, sem var aðalmarkvörður félagsins í mörg ár, lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil.

Fyrr í vikunni gerði Leiknir samning við annan ungan leikmann til 2022. Róbert Vattnes, 18 ára, hefur spilað sjö leiki með Leikni í vetur.

Leiknir hafnaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en liðið var í baráttu um að komast upp allt fram í lokaumferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner