Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. apríl 2021 10:50
Elvar Geir Magnússon
Ofurdeildarfélögin skipta ekki um skoðun - Bíða af sér storm­inn
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Áætlanir um stofnun Ofurdeildarinnar hafa mætt mikilli andstöðu og stríðsástand ríkir í fótboltaheiminum. Hótanir, stórar yfirlýsingar og reiði stuðningsmanna hafa verið í umfjöllun fjölmiðla.

Ýmsar sögusagnir eru í gangi en Simon Stone, fréttamaður BBC, segir að Ofurdeildarfélögin ætli að halda áfram á sömu braut. Þau séu ákveðin í því að gera deildina að veruleika.

„Ég var að tala við einsakling sem er nátengdur umræddum félögum og hann segir að það sé engan bilbug að finna á þeim sex ensku félögum sem hafa skráð sig í Ofurdeildina," segir Stone.

Stone segir að félögin hafi alveg gert sér grein fyrir því að Ofurdeildin fengi mikla neikvæða umræðu.

„Þessi félög telja að áætlanirnar hafi verið hugsaðar út í gegn og eru sannfærð um að fótboltinn hagnist á þeim. Félögin eru núna að bíða af sér storminn."

„Svo er hugsunin að funda með FIFA, UEFA og öðrum hagsmunaaðilum um áætlanirnar. Félögin vilja vinna með yfirvöldum en ekki á móti þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner