Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 10:06
Elvar Geir Magnússon
„Enn tími til að leiðrétta þessi mistök. Allir gera mistök"
Infantino við ræðu sína í morgun.
Infantino við ræðu sína í morgun.
Mynd: Getty Images
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hélt ræðu í morgun þar sem hann talaði til forráðamanna þeirra sex ensku félaga sem eru hluti af áætlunum um Ofurdeildina.

„Herramenn, þið gerðuð stór mistök. Sumir tala um græðgi, aðrir um lítilsvirðingu og hroka," sagði Ceferin meðal annars. Hann biðlaði til þeirra að endurskoða þessar áætlanir.

„Það sem mestu máli skiptir er að það er enn tími til að skipta um skoðun. Allir gera mistök. Enskir stuðningsmenn eiga skilið virðingu, þeir eiga skilið að þið leiðréttið þessi mistök."

Það er UEFA þing í gangi en forseti FIFA, Gianni Infantino, tók einnig til máls á þinginu. Hann sagði að áformin um Ofurdeildina séu glæpsamleg og líkti þeim við stríðsyfirlýsingu.

„Ef þessi félög vilja fara eigin leið þá þurfa þau að lifa með afleiðingunum af því. Þeir bera ábyrgð á sínu vali. Annað hvort ertu inni eða úti. Þú getur ekki verið inni að hálfu leyti," sagði Infantino.


Athugasemdir
banner
banner