Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   lau 20. apríl 2024 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Einherji og Haukar áfram
Haukar eru komnar áfram
Haukar eru komnar áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einherji og Haukar komust í dag áfram í 2. umferð í Mjólkurbikar kvenna eftir frábæra sigra.

Edda Mjöll Karlsdóttir og Halla Þórdís Svansdóttir skoruðu mörk Hauka í 2-0 sigri liðsins á ÍR á BIRTU-vellinum.

Einherji vann á meðan öruggan 3-0 sigur á Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli.

Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, Karólína Dröfn Jónsdóttir og Coni Adelina Ion skoruðu mörk Einherja en þau komu öll á síðasta hálftíma leiksins.

Haukar mæta HK eða Gróttu í 2. umferð á meðan Dalvík/Reynir spilar við Völsung eða Fjarðabyggð/Hött/Leikni.

Úrslit og markaskorarar:

Haukar 2 - 0 ÍR
1-0 Edda MJöll Karlsdóttir
2-0 Halla Þórdís Svansdóttir

Dalvík/Reynir 0 - 3 Einherji
0-1 Oddný Karólína Hafsteinsdóttir ('61 )
0-2 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('73 )
0-3 Coni Adelina Ion ('90 )
Athugasemdir
banner