Andri Lucas Guðjohnsen sat allan tímann á bekknum þegar Gent steinlá gegn toppliði Club Brugge í belgísku deildinni í kvöld.
Club Brugge var með 3-0 forystu í hálfleik en Christos Tzolis, fyrrum samherji Ísaks Bergmanns Jóhannessonar hjá Dusseldorf, skoraði tvennu.
Club Brugge var með 3-0 forystu í hálfleik en Christos Tzolis, fyrrum samherji Ísaks Bergmanns Jóhannessonar hjá Dusseldorf, skoraði tvennu.
Liðið bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og vann að lokum 5-0. Andri Lucas hefur aðeins spilað sjö mínútur í síðustu þremur leikjum.
Gent er í 5. sæti með 26 stig í efri hlutanum en liðið er stigi á eftir Anderlecht sem er í 4. sæti, það gefur þátttökurétt í Sambandsdeildinni. Club Brugge er á toppnum með 42 stig, tveimur stigum á undan Union St. Gilloise og Genk.
Athugasemdir