Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 20. maí 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal draumafélag Hakim Ziyech
Arsenal er eitt af mörgum félögum sem hafa áhuga á að fá Hakim Ziyech í sínar raðir frá Ajax.

Marc Overmars, yfirmaður fótboltamála hjá Ajax, staðfesti í síðustu viku að marokkóski landsliðsmaðurinn væri á förum frá félaginu í sumar.

Manchester United og Liverpool hafa einnig verið orðuð við þennan 26 ára leikmann sem talinn er falur fyrir aðeins um 25 milljónir punda.

Mirror segir að Arsenal sé líklegasti áfangastaður Ziyech.

Í viðtali árið 2017 sagði leikmaðurinn að draumur sinn væri að spila fyrir Barcelona eða Arsenal í framtíðinni. Í sama viðtali sagði hann að Mesut Özil, leikmaður Arsenal, væri átrúnaðargoð sitt.
Athugasemdir
banner
banner