Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 20. maí 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Kveðjuleikur á Seyðisfjarðarvelli
Mynd: Guðlaug Hanna Vilhjálmsdóttir
Seyðisfjarðarvöllur verðir kvaddur með kveðjuleik á laugardaginn en til stendur að taka vallarstæðið undir íbúabyggð.

Einn þeirra sem stendur að baki vellinum segir þá sem ólust upp með vellinum eiga þaðan fjölda æskuminninga og það að horfa á eftir vellinum sé eins og að kveðja vin.

Fyrrum leikmönnum Hugins var boðið að taka þátt í þessum kveðjuleik en fjallað er um málið hjá Austurfrétt. Þar segir að um 50 manns hafi boðið komu sína.

Má þar meðal annars nefna Friðjón Gunnlaugsson, sem spilað hefur flesta leiki fyrir félagið, og óhann Stefán Jóhannsson, markahæsta leikmanninn. Þá eru nokkrir leikmenn úr núverandi liði Hattar/Hugins í liðunum tveimur sem mætast á laugardag.

Ekki liggja enn fyrir ákvarðanir um hvar ný aðstaða Hugins verður byggð upp eftir að völlurinn hverfur. Í tengslum við leikinn á laugardag er söfnun þar sem tekið er við frjálsum framlögum sem renna til nýrrar aðstöðu.

Flautað verður til leiks á Seyðisfyrði klukkan 14:00 á laugardag en nánar má lesa um kveðjuleikinn á Austurfrétt.
Athugasemdir
banner