Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 20. maí 2022 22:43
Daníel Smári Magnússon
Alfreð Elías: Betra að ég fái rautt heldur en leikmennirnir
,,Þetta gerir þennan fótbolta svona skemmtilegan”
Lengjudeildin
Alfreð Elías var kannski ekki alveg svona kátur í leikslok - en virti stigið.
Alfreð Elías var kannski ekki alveg svona kátur í leikslok - en virti stigið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik fannst mér. Í seinn hálfleik þá lá dálítið á okkur en þeir voru ekki að skapa neitt, fyrir utan þetta færi sem að þeir fengu í restina. Menn komnir aðeins útúr stöðu en þetta er bara partur af þessu og við ætlum að virða stigið. Gott stig á erfiðum útivelli, þó að maður sé hundfúll núna,'' sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, eftir dramatískt 1-1 jafntefli gegn Þór í Lengjudeild karla.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Grindavík

Jöfnunarmark Þórs kom á 94. mínútu og var klaufalegt af hálfu Grindvíkinga. Alfreð vildi meina að brotið hefði verið á vinstri bakverði liðsins, Örvari Loga Örvarssyni, þegar að Þórsarar unnu boltann en ekkert var dæmt.

„Ef mig minnir rétt í þessum æsingi að þá fer bakvörðurinn okkar upp og að mínu mati er brotið á honum þar. Þeir komast í hratt áhlaup á okkur og það eru tveir sem fara upp í sama skallaboltann. Úr því kemur þetta klafs og hann (Woo) klárar þetta bara vel. Þetta gerir þennan fótbolta svo skemmtilegan að það geti komið svona óvænt en því miður lenti þetta ekki með okkur,'' sagði Alfreð. 

Það hitnaði verulega í kolunum í kjölfar jöfnunarmarksins. Thiago Dylan Ceijas missti stjórn á skapi sínu og fór í ansi glæfralega tæklingu og uppskar réttilega rautt spjald. Þá fékk Alfreð einnig reisupassann, en hvað skeði á bekknum hjá Grindvíkingum?

„Það er nú bara þannig að menn missa hausinn á bekknum og dómararnir sjá ekki hver missir hausinn þannig að samkvæmt þessum nýju reglum að þá fær þjálfarinn rautt spjald fyrir það og ég bara tek það. Betra að ég fái rautt heldur en leikmennirnir!''


Athugasemdir
banner
banner