Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
Árni Freyr: Skorti bara smá gæði og ákvarðanatöku
Gunnar Heiðar: Sá eiginleika hjá honum sem ég vissi að myndi henta vel
Haddi er mikill Framari - „Ætlum okkur alla leið"
Rúnar mjög ósáttur - „Menn gáfust upp"
Hemmi Hreiðars: Hungraðir í sigra
Skoraði sitt 100. mark fyrir KA - „Verið erfiðir tveir mánuðir"
Chris Brazell: Vorum að spila við gott lið
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
   mán 20. maí 2024 20:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ragnar Bragi Sveinsson spilaði sinn fyrsta leik í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í tapi gegn KA. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Fylkir

„Svekkelsi með frammistöðuna í fyrri hálfleik svo er svekkelsi að ná ekki að jafna í stöðunni 3-2. Við vorum eftir á í öllu, lélegir á boltann og í færslunum, heilt yfir 'sloppy' í öllu. Þetta var svo sannarlega leikur tveggja hálfleika eins og oft er sagt en það var bara svekkjandi hvernig við byrjuðum leikinn," sagði Ragnar Bragi.

Gríðarlega ánægður að vera kominn af stað.

„Það var frábært að koma inn á. Ég meiddist rétt fyrir fyrsta leik sem er mjög svekkjandi. Ég var búinn að æfa og djöflast í allan vetur til að vera klár í fyrsta leik en meiðast svo sem er ansi svekkjandi. Sérstaklega út af því hvernig hefur gengið þá er frábært að vera kominn aftur inn á völlinn," sagði Ragnar Bragi.

Það hefur verið erfitt að fylgjast með liðinu upp í stúku.

„Þegar það er búið að ganga svona þá er búið að vera erfitt að horfa úr stúkunni. Það er frábært að vera kominn aftur inn á en aftur á móti svekktur með leikinn í dag," sagði Ragnar Bragi.


Athugasemdir
banner
banner
banner