Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. júní 2021 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Calvert-Lewin til Real? - Kane áfram hjá Tottenham?
Powerade
Ancelotti hefur áhuga á Calvert-Lewin
Ancelotti hefur áhuga á Calvert-Lewin
Mynd: EPA
Síðasti séns fyrir City að ná í Kane
Síðasti séns fyrir City að ná í Kane
Mynd: EPA
Tekur Santo við Tottenham?
Tekur Santo við Tottenham?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn á þessum laugardegi er í boði Powerade og tekinn saman af BBC.



Manchester City munu gera loka tilboð í Harry Kane upp á 100 milljónir punda. (Daily Star)

Daniel Levy eigandi Tottenham ætlar að gera allt til að halda Kane, hann ætlar ekki að selja hann til liðs sem spilar í Meistaradeildinni. (Sunday Telegraph)

Fabio Paratici nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham ætlar að fá Nuno Espirito Santo fyrrum þjálfara Wolves til að taka við Tottenham en aðrir innan félagsins vilja fá Mauricio Pochettino aftur til félagsins. (Talksport)

Manchester United hræðist að missa Paul Pogba frítt er samningur hans rennur út næsta sumar, ekkert gengur í samningaviðræðum við leikmanninn. (Sunday Mirror)

Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid gæti snúið sér að sínu gamla félagi, Everton, og reynt að fá enska framherjan Dominic Calvert-Lewin fyrir 50 milljónir punda. (Sun on Sunday)

James Rodriguez gæti snúið aftur til Real Madrid frá Everton. (Sport)

Paris St-Germain hafa blandað sér í baráttuna við Manchester United um enska bakvörðinn Kieran Trippier frá Atletico Madrid. (Mundo Deportivo)

Skoski vinstri bakvörðurinn, Kieran Tierny hefur samþykkt nýjan fimm ára samning við Arsenal. Arsenal vill semja við Emile Smith Rowe eftir að hafa neitað tilboði frá Aston Villa í leikmanninn. (Guardian)

Chelsea eru tilbúnir að bjóða Ruben Loftus-Cheek til Inter Milan sem hluta af kauptilboði liðsins í bakvörðinn Achraf Hakimi. (Gazzetta dello Sport)

West Ham er að skoða að taka franska framherjann Odsonne Edouard frá Celtic eftir að Leicester City kláraði að semja við framherjann Patson Daka frá Red Bull Salzburg. (Football Insider)

Rui Patricio markvörður Wolves og portúgalska landsliðsins hefur samþykkt að ganga til liðs við Roma. (Sky Sports Italian)

Real Madrid ætla að selja Luka Jovic. Eintracht Frankfurt, hans fyrrum félag hafa áhuga á að fá hann aftur ef Andre Silva fer frá félaginu en Manchester United og Chelsea hafa sýnt honum áhuga (AS)
Athugasemdir
banner
banner