Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   sun 20. júní 2021 21:58
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Mjög mikilvægt skref hjá okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög mikilvægt skref hjá okkur að klára þennan leik í dag eftir langa pásu, þannig að gríðarlega miklvægt og sætt að landa þessum þremur stigum," sagði Eysteinn Húni Hauksson, annar af þjálfurum Keflavíkur, eftir sigur liðsins á Leikni fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Leiknir R.

Magnús Þór Magnússon fyrirliði Keflavíkur átti góðan leik í kvöld en fyrirliðinn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið ár og virðist óðum vera að nálgast sitt gamla form.

„Já hann er að gera það. hann hefur átt aðeins erfitt með heilsuna og við vitum alveg hvaða karakter Maggi er og það er ástæða fyrir því að hann er fyrirliði. Og það verður aðeins að minnast á það að Sævar Atli sem er auðvitað frábær leikmaður komst lítið áleiðis.“

Annar leikmaður í Keflavíkurliðinu sem virðist vera að finna sitt gamla form er framherjinn Joey Gibbs sem hefur verið að finna netmöskvanna að undanförnu og er kominn með 5 mörk í deildinni það sem af er.

„Það er bara svipað og í fyrra. Hann fór ekkert alveg strax í gang og var búinn að vera hjá okkur í dálítin tíma áður og menn farnir að efast um að hann væri það sem við vonuðumst eftir en vonandi verður bara sama þróun og í fyrra og hann bara heldur áfram.“

Sagði Eysteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner