banner
   sun 20. júní 2021 11:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Róbert Orri í læknisskoðun á Ítalíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson fer í læknisskoðun í Bologna í dag, ef ekkert óvænt kemur upp þá mun leikmaðurinn svo semja við CF Montreal sem leikur í MLS-deildinni.

Bologna FC 1909 og CF Montreal eru með sömu eigendur sem útskýrir hvers vegna hann fór til Bologna í læknisskoðun.

Róbert Orri glímir við meiðsli sem stendur og hefur einungis komið við sögu í þremur leikjum með Breiðabliki í upphafi móts.

Hann er uppalinn hjá Aftureldingu en gekk í raðir Breiðabliks eftir tímabilið 2019.

Fréttaritari hafði samband við leikmanninn á fimmtudagskvöld og spurði hann út í áhuga CF Montreal.

„Ég get í raun lítið sem ekkert sagt á þessum tímapunkti. Þetta er klárlega spennandi lið og 'professional' umhverfi," sagði Róbert Orri.

Fyrst var sagt frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Róbert Orri væri á leið í læknisskoðun í dag.

Róbert Orri er nítján ára varnarmaður sem getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner