Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   sun 20. júní 2021 19:30
Arnar Daði Arnarsson
Þorvaldur: Alltaf léttir að sigra
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er alltaf léttir að sigra sama hvernig gengið hefur verið undanfarið. Við höfum verið að safna stigum undanfarið," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 sigur liðsins á HK á heimavelli. Liðin áttust við í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 HK

Þorvaldur var ánægður með leik liðsins í dag og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn.

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, bara frábærir og við förum réttilega inn með tveggja marka forystu í hálfleik og hefðum í rauninni átt að fara með þriggja og jafnvel fjögurra marka forystu án þess að vera með græðgi."

Þórarinn Ingi Valdimarsson var í byrjunarliði Stjörnunnar í fyrsta skipti í dag í tæp tvö ár.

„Þetta er mjög ánægjulegt fyrir Þórarin. Þetta er virkilega gaman fyrir hann og okkur alla. Þetta hefur verið erfið þrautaganga fyrir hann og bætingin bara síðustu mánuði verið frábær. Í vetur var smá strögl á greyið karlinum en þvílíkt hugarfar og gott fyrir hann að koma aftur inn eftir langa fjarveru."

Þorvaldur býst ekki við því að styrkja liðið meira í félagaskiptaglugganum sem opnar í júlí mánuði. Stjarnan hefur nú þegar kynnt tvo nýja Dani.

„Við höfum ekkert velt því fyrir okkur. Oliver Haurits kemur í glugganum, hann hefur spilað meira og minna í allan vetur í Danmörku og kemur ferskur inn. Við sjáum til hvort eitthvað annað komi upp en eins og staðan er núna þá erum við ekki að fara fá fleiri leikmenn," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar að lokum.
Athugasemdir
banner