Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 20. júní 2021 19:30
Arnar Daði Arnarsson
Þorvaldur: Alltaf léttir að sigra
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er alltaf léttir að sigra sama hvernig gengið hefur verið undanfarið. Við höfum verið að safna stigum undanfarið," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 sigur liðsins á HK á heimavelli. Liðin áttust við í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 HK

Þorvaldur var ánægður með leik liðsins í dag og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn.

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, bara frábærir og við förum réttilega inn með tveggja marka forystu í hálfleik og hefðum í rauninni átt að fara með þriggja og jafnvel fjögurra marka forystu án þess að vera með græðgi."

Þórarinn Ingi Valdimarsson var í byrjunarliði Stjörnunnar í fyrsta skipti í dag í tæp tvö ár.

„Þetta er mjög ánægjulegt fyrir Þórarin. Þetta er virkilega gaman fyrir hann og okkur alla. Þetta hefur verið erfið þrautaganga fyrir hann og bætingin bara síðustu mánuði verið frábær. Í vetur var smá strögl á greyið karlinum en þvílíkt hugarfar og gott fyrir hann að koma aftur inn eftir langa fjarveru."

Þorvaldur býst ekki við því að styrkja liðið meira í félagaskiptaglugganum sem opnar í júlí mánuði. Stjarnan hefur nú þegar kynnt tvo nýja Dani.

„Við höfum ekkert velt því fyrir okkur. Oliver Haurits kemur í glugganum, hann hefur spilað meira og minna í allan vetur í Danmörku og kemur ferskur inn. Við sjáum til hvort eitthvað annað komi upp en eins og staðan er núna þá erum við ekki að fara fá fleiri leikmenn," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar að lokum.
Athugasemdir
banner