29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 20. júní 2021 19:30
Arnar Daði Arnarsson
Þorvaldur: Alltaf léttir að sigra
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það er alltaf léttir að sigra sama hvernig gengið hefur verið undanfarið. Við höfum verið að safna stigum undanfarið," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-1 sigur liðsins á HK á heimavelli. Liðin áttust við í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 HK

Þorvaldur var ánægður með leik liðsins í dag og þá sérstaklega fyrri hálfleikinn.

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, bara frábærir og við förum réttilega inn með tveggja marka forystu í hálfleik og hefðum í rauninni átt að fara með þriggja og jafnvel fjögurra marka forystu án þess að vera með græðgi."

Þórarinn Ingi Valdimarsson var í byrjunarliði Stjörnunnar í fyrsta skipti í dag í tæp tvö ár.

„Þetta er mjög ánægjulegt fyrir Þórarin. Þetta er virkilega gaman fyrir hann og okkur alla. Þetta hefur verið erfið þrautaganga fyrir hann og bætingin bara síðustu mánuði verið frábær. Í vetur var smá strögl á greyið karlinum en þvílíkt hugarfar og gott fyrir hann að koma aftur inn eftir langa fjarveru."

Þorvaldur býst ekki við því að styrkja liðið meira í félagaskiptaglugganum sem opnar í júlí mánuði. Stjarnan hefur nú þegar kynnt tvo nýja Dani.

„Við höfum ekkert velt því fyrir okkur. Oliver Haurits kemur í glugganum, hann hefur spilað meira og minna í allan vetur í Danmörku og kemur ferskur inn. Við sjáum til hvort eitthvað annað komi upp en eins og staðan er núna þá erum við ekki að fara fá fleiri leikmenn," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner