Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. júní 2022 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jónatan Ingi á skotskónum í góðum útisigri
Jónatan Ingi Jónsson.
Jónatan Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kantmaðurinn Jónatan Ingi Jónsson hefur verið að koma virkilega sterkur inn hjá Sogndal í Noregi.

Jónatan var keyptur til Sogndal frá FH fyrr á þessu ári. Í dag gerði hann sitt fjórða deildarmark fyrir félagið í sterkum útisigri gegn Skeid í norsku B-deildinni.

Jónatan og Valdimar Þór Ingimundarson byrjuðu leikinn fyrir Sogndal og spiluðu báðir allan tímann. Bakvörðurinn Hörður Ingi Gunnarsson var ónotaður varamaður hjá Sogndal.

Á 78. mínútu gerði Jónatan þriðja mark Sogndal og kom liðinu í 1-3. Það skipti miklu máli að lokum því leikurinn endaði 2-3.

Sogndal er í sjöunda sæti af 16 liðum eftir þennan flotta sigur; liðið er með 17 stig eftir tíu leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner