Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mán 20. júní 2022 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikkelsen aftur í Breiðablik? - „Það eru engin vandamál þar"
Mikkelsen í leik með Breiðabliki.
Mikkelsen í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen hefur verið orðaður við endurkomu í Breiðablik upp á síðkastið.

Sú saga fór fyrsta af stað í hlaðvarpsþættinum Dr Football á dögunum.

Mikkelsen var stórgóður leikmaður fyrir Blika, en hentaði ekki sérlega vel í leikstíls Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara liðsins. Hann yfirgaf félagið síðasta sumar, en núna eru sögur um að hann sé að koma til baka.

Blikar hafa ekki verið að spila með hreinræktaða níu í sumar og eru að fara í mikið leikjaprógramm núna þegar Evrópukeppnin hefst. Breiddin er ekki sú mesta hjá liðinu og því væri það skiljanlegt að taka Mikkelsen aftur inn eins og rætt var um í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Þegar ég horfi á þennan bekk og þau verkefni sem Blikarnir eru að fara í… ég horfi á þessa breidd og hugsa: ‘Heyrðu, þeir þurfa að gera eitthvað’,” sagði Tómas Þór Þórðarson í þættinum.

„Málið með Mikkelsen er að hann var kannski ekki uppáhaldið hans Óskars inn á vellinum, hann gat ekki gert það sem hann vildi í pressunni. En Óskar elskar manninn, hann elskar manninn. Yndislegur maður og geðveikt að vera í kringum hann. Það eru engin vandamál þar. Það kæmi mér ekkert á óvart ef hann myndi reyna að fá hann ef hann gæti fengið hann í 2-3 mánuði til að hjálpa þeim í Evrópu og í einhverjum leikjum.”

„Það myndi líka meika sens, það er auðveldast að fá einhvern sem þú þekkir til í svona stuttan tíma,” sagði Sverrir Mar Smárason. „Eitthvað þurfa þeir að gera.”

Mikkelsen hefur upp á síðkastið verið að spila með Kolding í C-deildinni í Danmörku.
Útvarpsþátturinn - Hannes, Besta-deildin og Lengjudeildin
Athugasemdir
banner