Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 20. júní 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjórnarformaður Inter: Erum að ræða við Lukaku
Mynd: EPA
Giuseppe Marotta, stjórnarformaður ítalska félagsins Inter, segir félagið í viðræðum við Chelsea um að fá Romelu Lukaku aftur til Mílanó.

Lukaku var seldur frá Inter til Chelsea síðasta sumar á 97,5 milljónir punda. Lukaku vill fara aftur til Inter og má búast við því að skiptin gangi í gegn fyrr en síðar. Lukaku færi á láni til Inter.

„Ég get sagt að dagurinn í dag er ekki sá dagur sem við tilkynnum Lukaku," sagði Marotta við Radio Rai. „Lukaku og [Paulo] Dybala eru skotmörkin okkar en við þurfum að skoða fjárhagslegu hliðina."

„Við erum að ræða við þessa leikmenn og verðum glaðir ef við náum að krækja í þá. Ef ekki þá munum við skoða aðra möguleika."


Inter þarf að greiða um 8,5 milljónir punda til Chelsea fyrir að fá Lukaku á láni. Lukaku kom að 80 mörkum á tveimur árum sínum hjá Inter í aðeins 95 leikjum og hjálpaði liðinu að vinna deildina undir stjórn Antonio Conte.

Marotta segir þá frá því að Andre Onana og Henrikh Mkhitaryan verði kynntir sem nýir leikmenn Inter á næstu dögum.

Athugasemdir
banner
banner
banner