Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
banner
   mán 20. júní 2022 22:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Viktor Karl: Erum oftast góðir eftir tapleiki
Viktor Karl Einarsson
Viktor Karl Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðjumaðurinn knái Viktor Karl Einarsson var einn af markaskorurum Blika þegar þeir unnu KA 4-1 í 10. umferð Bestu deildar karla.

"Við vorum mjög svekktir eftir síðasta leik, sérstaklega eftir að jafna 2-2 og tapa undir lokin þannig við vorum alveg staðráðnir í því að gera betur í þessum leik og nýttum bara svekkelsið og reiðina í þessum leik. Við höfum oftast verið góðir eftir tap, það var bara sama upp á teningnum í dag"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Blikarnir skoruðu þrjú mörk á sextán mínútna kafla í síðari hálfleik og gerðu þannig út um leikinn, hvað gerðist þar frá sjónarhorni Viktors?

"Ég veit það ekki nákvæmlega það koma bara auka orka, man ekki hver skoraði annað markið en eftir það kom einhver auka orka og þá brotnuðu þeir smá og við bara nýttum okkur skyndisóknirnar rosalega vel og hefðum getað skorað fleiri að mínu mati"

Eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk gegn Val þá voru Blikarnir virkilega sterkir varnarlega, sérstaklega í föstum leikatriðum.

"Já bara hrikalega sáttur með það, ég verð að viðurkenna það var mjög svekkjandi að fá þetta mark á okkur í lokin þar sem við vorum að stjórna leiknum að mínu mati. Þetta er vonandi bara eitthvað sem við getum bætt og tekið með okkur inn í næsta leik"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner