Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 20. júní 2022 22:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Viktor Karl: Erum oftast góðir eftir tapleiki
Viktor Karl Einarsson
Viktor Karl Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðjumaðurinn knái Viktor Karl Einarsson var einn af markaskorurum Blika þegar þeir unnu KA 4-1 í 10. umferð Bestu deildar karla.

"Við vorum mjög svekktir eftir síðasta leik, sérstaklega eftir að jafna 2-2 og tapa undir lokin þannig við vorum alveg staðráðnir í því að gera betur í þessum leik og nýttum bara svekkelsið og reiðina í þessum leik. Við höfum oftast verið góðir eftir tap, það var bara sama upp á teningnum í dag"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Blikarnir skoruðu þrjú mörk á sextán mínútna kafla í síðari hálfleik og gerðu þannig út um leikinn, hvað gerðist þar frá sjónarhorni Viktors?

"Ég veit það ekki nákvæmlega það koma bara auka orka, man ekki hver skoraði annað markið en eftir það kom einhver auka orka og þá brotnuðu þeir smá og við bara nýttum okkur skyndisóknirnar rosalega vel og hefðum getað skorað fleiri að mínu mati"

Eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk gegn Val þá voru Blikarnir virkilega sterkir varnarlega, sérstaklega í föstum leikatriðum.

"Já bara hrikalega sáttur með það, ég verð að viðurkenna það var mjög svekkjandi að fá þetta mark á okkur í lokin þar sem við vorum að stjórna leiknum að mínu mati. Þetta er vonandi bara eitthvað sem við getum bætt og tekið með okkur inn í næsta leik"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner