Miðjumaðurinn knái Viktor Karl Einarsson var einn af markaskorurum Blika þegar þeir unnu KA 4-1 í 10. umferð Bestu deildar karla.
"Við vorum mjög svekktir eftir síðasta leik, sérstaklega eftir að jafna 2-2 og tapa undir lokin þannig við vorum alveg staðráðnir í því að gera betur í þessum leik og nýttum bara svekkelsið og reiðina í þessum leik. Við höfum oftast verið góðir eftir tap, það var bara sama upp á teningnum í dag"
"Við vorum mjög svekktir eftir síðasta leik, sérstaklega eftir að jafna 2-2 og tapa undir lokin þannig við vorum alveg staðráðnir í því að gera betur í þessum leik og nýttum bara svekkelsið og reiðina í þessum leik. Við höfum oftast verið góðir eftir tap, það var bara sama upp á teningnum í dag"
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 1 KA
Blikarnir skoruðu þrjú mörk á sextán mínútna kafla í síðari hálfleik og gerðu þannig út um leikinn, hvað gerðist þar frá sjónarhorni Viktors?
"Ég veit það ekki nákvæmlega það koma bara auka orka, man ekki hver skoraði annað markið en eftir það kom einhver auka orka og þá brotnuðu þeir smá og við bara nýttum okkur skyndisóknirnar rosalega vel og hefðum getað skorað fleiri að mínu mati"
Eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk gegn Val þá voru Blikarnir virkilega sterkir varnarlega, sérstaklega í föstum leikatriðum.
"Já bara hrikalega sáttur með það, ég verð að viðurkenna það var mjög svekkjandi að fá þetta mark á okkur í lokin þar sem við vorum að stjórna leiknum að mínu mati. Þetta er vonandi bara eitthvað sem við getum bætt og tekið með okkur inn í næsta leik"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir