Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 20. júní 2022 22:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Viktor Karl: Erum oftast góðir eftir tapleiki
Viktor Karl Einarsson
Viktor Karl Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðjumaðurinn knái Viktor Karl Einarsson var einn af markaskorurum Blika þegar þeir unnu KA 4-1 í 10. umferð Bestu deildar karla.

"Við vorum mjög svekktir eftir síðasta leik, sérstaklega eftir að jafna 2-2 og tapa undir lokin þannig við vorum alveg staðráðnir í því að gera betur í þessum leik og nýttum bara svekkelsið og reiðina í þessum leik. Við höfum oftast verið góðir eftir tap, það var bara sama upp á teningnum í dag"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Blikarnir skoruðu þrjú mörk á sextán mínútna kafla í síðari hálfleik og gerðu þannig út um leikinn, hvað gerðist þar frá sjónarhorni Viktors?

"Ég veit það ekki nákvæmlega það koma bara auka orka, man ekki hver skoraði annað markið en eftir það kom einhver auka orka og þá brotnuðu þeir smá og við bara nýttum okkur skyndisóknirnar rosalega vel og hefðum getað skorað fleiri að mínu mati"

Eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk gegn Val þá voru Blikarnir virkilega sterkir varnarlega, sérstaklega í föstum leikatriðum.

"Já bara hrikalega sáttur með það, ég verð að viðurkenna það var mjög svekkjandi að fá þetta mark á okkur í lokin þar sem við vorum að stjórna leiknum að mínu mati. Þetta er vonandi bara eitthvað sem við getum bætt og tekið með okkur inn í næsta leik"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner