Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
banner
   mán 20. júní 2022 22:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Viktor Karl: Erum oftast góðir eftir tapleiki
watermark Viktor Karl Einarsson
Viktor Karl Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðjumaðurinn knái Viktor Karl Einarsson var einn af markaskorurum Blika þegar þeir unnu KA 4-1 í 10. umferð Bestu deildar karla.

"Við vorum mjög svekktir eftir síðasta leik, sérstaklega eftir að jafna 2-2 og tapa undir lokin þannig við vorum alveg staðráðnir í því að gera betur í þessum leik og nýttum bara svekkelsið og reiðina í þessum leik. Við höfum oftast verið góðir eftir tap, það var bara sama upp á teningnum í dag"

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 KA

Blikarnir skoruðu þrjú mörk á sextán mínútna kafla í síðari hálfleik og gerðu þannig út um leikinn, hvað gerðist þar frá sjónarhorni Viktors?

"Ég veit það ekki nákvæmlega það koma bara auka orka, man ekki hver skoraði annað markið en eftir það kom einhver auka orka og þá brotnuðu þeir smá og við bara nýttum okkur skyndisóknirnar rosalega vel og hefðum getað skorað fleiri að mínu mati"

Eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk gegn Val þá voru Blikarnir virkilega sterkir varnarlega, sérstaklega í föstum leikatriðum.

"Já bara hrikalega sáttur með það, ég verð að viðurkenna það var mjög svekkjandi að fá þetta mark á okkur í lokin þar sem við vorum að stjórna leiknum að mínu mati. Þetta er vonandi bara eitthvað sem við getum bætt og tekið með okkur inn í næsta leik"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner