
„Þetta var þungur hnífur í lok leiks," sagði Albert Guðmundsson, við Fótbolta.net, eftir grátlegt tap gegn Portúgal í kvöld þar sem sigurmarkið kom í lok venjulegs leiktíma.
Skoða þurfti markið í VAR og tók það nokkrar mínútur. Hvernig var biðin?
Skoða þurfti markið í VAR og tók það nokkrar mínútur. Hvernig var biðin?
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 1 Portúgal
„Ég var nokkuð sannfærður um að þetta væri rangstaða til að byrja með en svo sá maður bekkinn þeirra æsast upp. Þá var útlitið orðið svart og svo var þetta kjaftshögg þegar hann dæmdi markið," sagði Albert sem segist hafa lent í að fá VAR á móti sér í leik áður.
„Eins og gengur og gerist var Portúgal meira með boltann en við náðum að halda þeim fyrir framan okkur eiginlega allan tímann. Þeir voru orðnir pirraðir og okkur leið ágætlega. Þetta var farið að líta ágætlega út en varð ennþá þyngra þegar við fengum rauða spjaldið, Markið var svo kjaftshögg."
Albert spilaði frammi með Alfreð Finnbogasyni í þessum glugga í leikkerfinu 4-4-2.
„Mér líður mjög vel, held þetta sé mín staða, þægilegt að spila með Alfreð og við náum vel saman."
„Það var gaman að glíma við þá, skemmtilegt, góð áskorun. Að sjálfsögðu mjög góðir leikmenn," sagði Albert um að glíma við varnarmenn portúgalska liðsins.
„Liðsheildin var góð, við vorum þéttir og þeir fengu ekkert marga opna sénsa. Það sem þeir fengu þá var Alex mjög góður," sagði Albert. Hann kom inn á Alex sem er KR-ingur eins og Albert. „Við erum bestu vinir," sagði Albert um Rúnar Alex Rúnarsson.
Athugasemdir