Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   þri 20. júní 2023 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert Guðmunds: Við erum bestu vinir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var þungur hnífur í lok leiks," sagði Albert Guðmundsson, við Fótbolta.net, eftir grátlegt tap gegn Portúgal í kvöld þar sem sigurmarkið kom í lok venjulegs leiktíma.

Skoða þurfti markið í VAR og tók það nokkrar mínútur. Hvernig var biðin?

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Portúgal

„Ég var nokkuð sannfærður um að þetta væri rangstaða til að byrja með en svo sá maður bekkinn þeirra æsast upp. Þá var útlitið orðið svart og svo var þetta kjaftshögg þegar hann dæmdi markið," sagði Albert sem segist hafa lent í að fá VAR á móti sér í leik áður.

„Eins og gengur og gerist var Portúgal meira með boltann en við náðum að halda þeim fyrir framan okkur eiginlega allan tímann. Þeir voru orðnir pirraðir og okkur leið ágætlega. Þetta var farið að líta ágætlega út en varð ennþá þyngra þegar við fengum rauða spjaldið, Markið var svo kjaftshögg."

Albert spilaði frammi með Alfreð Finnbogasyni í þessum glugga í leikkerfinu 4-4-2.

„Mér líður mjög vel, held þetta sé mín staða, þægilegt að spila með Alfreð og við náum vel saman."

„Það var gaman að glíma við þá, skemmtilegt, góð áskorun. Að sjálfsögðu mjög góðir leikmenn,"
sagði Albert um að glíma við varnarmenn portúgalska liðsins.

„Liðsheildin var góð, við vorum þéttir og þeir fengu ekkert marga opna sénsa. Það sem þeir fengu þá var Alex mjög góður," sagði Albert. Hann kom inn á Alex sem er KR-ingur eins og Albert. „Við erum bestu vinir," sagði Albert um Rúnar Alex Rúnarsson.
Athugasemdir
banner
banner