Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fim 20. júní 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Nico Williams og Zan Karnicnik bestir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eurosport hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir leiki dagsins á Evrópumótinu í Þýskalandi, þar sem Spánn lagði Ítalíu að velli með einu marki gegn engu.

Spánverjar voru talsvert sterkari aðilinn og óheppnir að skora ekki fleiri mörk, en Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, var meðal bestu leikmanna vallarins og fékk 8 í einkunn fyrir sinn þátt.

Donnarumma bjargaði Ítölum trekk í trekk og fá sóknarleikmenn Spánverja allir háar einkunnir þrátt fyrir að hafa ekki tekist að skora mark.

Kantmaðurinn efnilegi Nico Williams var besti leikmaður vallarins með 9 í einkunn, en hann var ótrúlega öflugur í framlínu Spánverja og afar óheppinn að skora ekki mark.

Williams átti meðal annars skot í slá og þá átti hann fyrirgjöfina sem endaði af Riccardo Calafiori, varnarmanni Ítalíu, og í netinu. Spánverjar unnu því leikinn þökk sé sjálfsmarki þrátt fyrir gríðarlega yfirburði.

Hinn 16 ára gamli Lamine Yamal var í byrjunarliði Spánverja og fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt, alveg eins og miðjumaðurinn ungi Pedri og bakvörðurinn Marc Cucurella.

Allir leikmenn Ítalíu fá 5 í einkunn fyrir sinn þátt í tapinu gegn Spánverjum. Afar ósannfærandi frammistaða hjá ríkjandi Evrópumeisturum.

Fyrr í dag fór viðureign Slóveníu og Serbíu fram og lauk leikum með 1-1 jafntefli eftir dramatískt jöfnunarmark frá Luka Jovic á lokasekúndunum.

Þar var hægri bakvörðurinn Žan Karni?nik besti leikmaður vallarins með 9 í einkunn og fengu næstu menn 8 fyrir sinn þátt.

Aleskandar Mitrovic og Jovic voru á meðal þeirra sem fengu 8 í einkunn alveg eins og Dusan Tadic, en Benjamin Sesko, Jan Oblak og Sasa Lukic fengu sjöur.

Spánn: Simon 6, Carvajal 7, Le Normand 7, Cucurella 8, Ruiz 7, Laporte 7, Rodri 7, Williams 9, Yamal 8, Pedri 8, Morata 7 Varamenn: Baena 6, Oyarzabal 6, Perez 6, Torres 6

Ítalía: Donnarumma 8, Di Lorenzo 5, Calafiori 5, Bastoni 5, Dimarco 5, Frattesi 5, Jorginho 5, Barella 5, Pellegrini 5, Chiesa 5, Scamacca 5
Varamenn: Cristante 6, Cambiaso 6, Retegui 6, Raspadori 6, Zaccagni 6



Slóvenía: Oblak 7. Karnicnik 9*, Drkusic 7, Bijol 7, Janza 8.
Stojanovic 7, Gnezda Cerin 7, Elsnik 8, Mlakar 7. Sporar 6, Sesko 7.
Varamenn: Stankovic 6, Verbic 5, Vipotnik 5, Brekalo N/A.

Serbia: Rajkovic 6, Veljkovic 6, Milenkovic 6, Pavlovic 7. Zivkovic 7, Ilic 6, Tadic 8, Lukic 7, Mladenovic 5. Vlahovic 6, Mitrovic 8.
Varamenn: Gacinovic 5, Jovic 8, Milinkovic-Savic 6, Birmancevic 6, Samardzic 5.
Athugasemdir
banner
banner
banner