Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fim 20. júní 2024 21:52
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Dana og Englendinga: Höjbjerg maður leiksins
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Eurosport gaf leikmönnum einkunnir eftir 1-1 jafntefli Danmerkur og Englands á EM í dag.

Pierre-Emile Höjbjerg, miðjumaður Tottenham Hotspur, var valinn sem besti leikmaður vallarins með 8 í einkunn og var enginn annar á vellinum sem stóð sig jafn vel og hann.

Nokkrir leikmenn úr hvoru liði fengu sjöur fyrir sinn þátt, markaskorarinn Morten Hjulmand, hinn þaulreyndi Christian Eriksen og úrvalsdeildarleikmaðurinn Mikkel Damsgaard í liði Dana á meðan Marc Guéhi, Bukayo Saka og Phil Foden fengu sjöur í liði Englendinga.

Úrvalsdeildarleikmennirnir Declan Rice og Victor Kristiansen voru verstu menn vallarins, með 5 í einkunn.

Danmörk: Schmeichel 6; Andersen 6, Christensen 6, Vestergaard 6; Maehle 6, Hojbjerg 8*, Hjulmand 7, Kristiansen 5; Eriksen 7; Hojlund 6, Wind 6.
Varamenn: Damsgaard 7, Poulsen 6, Bah 6, Skov Olsen 6, Norgaard 6.

England: Pickford 6; Walker 6, Stones 6, Guehi 7, Trippier 6; Alexander-Arnold 6, Rice 5; Saka 7, Bellingham 6, Foden 7; Kane 6.
Varamenn: Gallagher 6, Eze 6, Watkins 6, Bowen 6.
EM hringborðið - Lárus Orri og Óðinn Svan ræða fyrstu vikuna
Athugasemdir
banner
banner