Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 20. júní 2024 10:06
Elvar Geir Magnússon
Ísland upp um tvö sæti eftir sigurinn á Wembley
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið fer upp um tvö sæti á nýjum FIFA lista sem hefur verið gefinn út.

Í nýrri útgáfu listans er Ísland í 70. sæti, en síðasta útgáfa listans var gefin út í byrjun apríl. Síðan þá hefur Ísland leikið tvo vináttuleiki. Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley, en tapaði 0-4 gegn Hollandi á De Kuip í Rotterdam.

Næsta verkefni liðsins er Þjóðadeildin sem hefst í september. Ísland mætir þá Svartfjallalandi 6. september á Laugardalsvelli áður en liðið ferðast til Tyrklands og mætir heimamönnum 9. september.

Efstu þrjú sæti listans haldast óbreytt frá því í apríl en Argentínumenn eru á toppnum, Frakkar í öðru sæti og Belgar í því þriðja.
Athugasemdir
banner
banner