Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 20. júní 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd íhugar að hætta eltingarleiknum við Branthwaite
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt tilbúið að ganga frá borðinu í viðræðum sínum við Everton um Jarrad Branthwaite.

Mikið hefur verið rætt um áhuga Manchester United á Jarrad Branthwaite, 21 árs miðverði Everton, en félögin eru ekki að ná samkomulagi um kaupverð.

Everton hefur hafnað opnunartilboði Man Utd sem hljóðaði upp á um það bil 45 milljónir punda.

Everton vill fá 70 milljónir punda fyrir Branthwaite en Man Utd er ekki tilbúið að ganga svo langt og samkvæmt ESPN er United að hugsa um að hætta að eltast við miðvörðinn.

Jean-Clair Todibo er annar miðvörður sem Man Utd var að skoða en United má ekki kaupa hann út af reglum UEFA.
Athugasemdir
banner
banner