Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fim 20. júní 2024 11:33
Elvar Geir Magnússon
Serbar hóta að draga sig úr keppni á EM
Þessi stuðningsmaður Serbíu tengist fréttinni ekki beint.
Þessi stuðningsmaður Serbíu tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: EPA
Dragan Stojkovic, stjóri Serbíu.
Dragan Stojkovic, stjóri Serbíu.
Mynd: EPA
Serbía hefur hótað að draga sig úr leik á EM vegna hrópa úr stúkunni í leik Króatíu og Albaníu í gær.

Stuðningsmenn heyrðust hrópa að 'drepa ætti Serba' í viðureign liðanna í B-riðli keppninnar.


Framkvæmdastjóri fótboltasambands Serbíu, Jovan Surbatovic, hefur kallað eftir því að beitt verði hörðustu refsingum.

Serbía er í C-riðli EM og hóf mótið á 1-0 tapi gegn Englandi á sunnudaginn.

Á miðvikudag ógilti UEFA fréttamannapassa Arlind Sadiku frá Kosóvó á mótinu en hann ögraði stuðningsmönnum Serbíu í leiknum gegn Englandi. Hann lék eftir erninum í þjóðfána Albaníu sem getur ýtt undir spennu milli serbneskra þjóðernissinna og albanskra þjóðernishópa, sem eru yfirgnæfandi meirihluti íbúa Kosóvó.

Serbneska fótboltasambandið var sektað eftir að stuðningsmenn köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn í leiknum gegn Englandi. Einnig var sektað fyrir borða með pólitískum skilaboðum.

Næsti leikur Serba er gegn Slóveníu klukkan 13 í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner