29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 20. júlí 2019 16:18
Orri Rafn Sigurðarson
Kalli: Frammistaðan mögnuð
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl á hliðarlínunni í dag.
Jóhannes Karl á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir 2-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitum á Meistaravöllum í dag.

„Þetta er bara frábært þetta verður ekki betra en þetta frammistaðan hjá þessu liði var hreint út sagt mögnuð bara andinn og það sem þær lögðu í leikinn" sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, Kalli, þjálfari KR eftir sigur á Þór/KA.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Þór/KA

Jóhannes er nýtekinn við KR en Ragna hefur verið að stýra því í síðustu leikjum og náð góðum árangri.

„Leikurinn snýst ekkert um mig þegar vel gengur og tveir sigrar komnir í röð, ég kem meira inn meira bara til að styðja við að það haldi áfram og leggja við það sem ég get því liðið virkar best þegar þú getur fundið út hvernig á að virkja kostina best."

Hvað var það sem fékk Jóhannes til að taka við KR-liðinu?

„Fyrst og fremst ég hafði tækifæri til og langaði gefa af mér. En ef ég lít á deildina þá hefur hún ekki verið svona skemmtileg í mörg mörg ár, auðvita eru tvö lið efst að berjast um titillinn en svo er öll hin liðin á ótrúlega jöfnum stað og þegar ég fékk tækifæri til að koma og kíkja á KR-liðið þá var aldrei spurning um að koma hingað." Sagði Jóhannes að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner