Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag.
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
   lau 20. júlí 2019 17:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þurfum að fara klára leiki og fá stig
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu Þróttara frá Reykjavík í heimsókn í dag á Rafholtsvöllinn þegar flautað var til leiks í 13.Umferð Inkasso deildar karla.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  3 Þróttur R.

„Við erum algjörlega svekktir með það að tapa í dag miðað við framistöðu liðsins en einbeitning liðsins inn á milli kostaði okkur í dag." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik liðsins í dag.

„Við getum ekki í allt sumar fram að september verið sáttir við framistöðuna og tapað stigum það er einfaldlega ekki í boði þannig en jú við vorum sáttir með framistöðuna, við sköpuðum helling af færum, áttum fjögur skot í stöng og slá þannig og aðra allskonar optiona sem við vorum að ná upp en vorum líka að halda bolta vel innan liðsins fyrir utan einhver korter kannski í fyrri hálfleik en við erum nátturlega ekki sáttir við að tapa leik og fá á okkur þrjú mörk.

Njarðvíkingar fengu Ivan Prskalo í glugganum en sá hefur heldur betur stimplað sig inn í liðið en hann er núna með 4 mörk í 4 leikjum.
„Við erum bara að spila skemmtiegan bolta núna og erum að halda vel í bolta og skapa helling af færum og annað en jú okkur vantar kannski síðustu ár að skora reglulega og annað en meðan við skorum helling en fáum líka helling á okkur þá fáum við ekki mikið út úr því."

Njarðvíkurliðið hefur verið að sýna aðrar hliðar á sér nú í síðustu leikjum en við erum vön að sjá frá þeim og því ekki úr vegi en að spyrjast fyrir hvort að séu nýju mennirnir sem séu að opna fyrir þann möguleika.
„Þeir nátturlega búa til optiona fyrir okkur að breyta kannski um leikstíl og annað, aðrir hafa líka stigið upp en við þurfum samt að stíga enn meira upp og köllum eftir því að menn geri enn betur og við þurufm að taka sigra, framundan er leikur á móti Leikni og þar ætlum við okkur hluti, við höfum spilað vel á móti Leikni síðustu ár og ætlum okkur að halda því áfram en við þurfum að fara klára leiki og fá stig afþví að bara sem dæmi sigurinn á móti Víkingi hérna um daginn hann gaf okkur þrjú stig og telur fljótt þannig en meðan við erum að spila vel eins og á móti Þór úti og erum að gefa leikinn frá okkur þar og svo aftur í dag þá er þetta ekki vænlegt."

Nánar er rætt við Rafn Markús Vilbergsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner